Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Í hverjum bekk eru tveir til þrír bekkjafulltrúar. Hér má nálgast lista yfir bekkjarfulltrúa 2021-2022
Bekkjafulltrúar geta sent póst á foreldra í bekknum í Mentor. 

Starfsreglur fyrir bekkjarfulltrúa

Hlutverk bekkjarfulltrúa er að efla og styrkja samstarf foreldra/forráðamanna og nemenda auk þess að leitast við að treysta samband heimila og skóla innan hverrar bekkjardeildar.

Bekkjarfulltrúar eru tengiliðir foreldra við umsjónarkennara og koma sjónarmiðum foreldra á framfæri þegar þess er þörf. Í samvinnu við kennara skipuleggja þeir í upphafi skólaárs almennan fund með foreldrum þar sem lagðar eru línur fyrir bekkjarstarf vetrarins.

Bekkjarfulltrúar fylgjast með því að foreldrastarfið sem ákveðið er í bekknum sé framkvæmt, t.d. bekkjarkvöld, ferðalög, umræðufundir og heimsóknir. Æskilegt er að skipta foreldrum bekkjarins í litla hópa (4-5 foreldrar) til að skipuleggja einstök verkefni vetrarins.

Bekkjarfulltrúar ræða við umsjónarkennara um skólastarfið og gang mála í bekknum og miðla upplýsingum til annarra foreldra t.d. á fundum eða með dreifibréfum í samvinnu við kennara.

Bekkjarfulltrúar eru tengiliðir bekkjarins við foreldrafélag Hofsstaðaskóla og sitja í fulltrúaráði þess.

Bekkjarfulltrúar safna í bekkjarmöppu gögnum um það sem gert hefur verið í foreldrastarfi í bekknum og ýmsum öðrum gögnum, t.d. frá skólanum, foreldrafélaginu og skólayfirvöldum.

Bekkjarfulltrúar reyna að hlusta eftir sjónarmiðum nemenda varðandi andann í bekknum, bekkjarstarfið og störf foreldra í bekknum.

Bekkjarfulltrúar aðstoða kennara við að skipuleggja þátttöku foreldra í skólastarfinu eftir því sem við á, t.d. í tengslum við vettvangsferðir, starfskynningar og heimsóknir foreldra í bekkinn.

Bekkjarfulltrúar velja eftirmenn sína að vori og tilkynna breytingu til stjórnar. Þeir miðla upplýsingum til nýrra bekkjarfulltrúa og afhenda bekkjarmöppu.

Bekkjarfulltrúar aðstoða við framkvæmd einstakra viðburða, t.d. jólaföndur og vorfagnað eða útvega staðgengil .

Bekkjarfulltrúar koma af stað símakeðjum í sínum bekk þegar eitthvað stendur til í skólanum t.d. fræðslufundir.

Bekkjarfulltrúar skulu gæta þess að hafa velferð nemenda, foreldra og kennara að leiðarljósi í bekkjarstarfinu og virða trúnað um persónulega hagi nemenda og foreldra.

Gögn sem gott er fyrir bekkjarfulltrúa að skoða:

  • Umræðupunktar fyrir bekkjarfulltrúa
  • Minnispunktar fyrir bekkjarfulltrúa
  • Staðlað innheimtuferli fyrir foreldrasjóð
  • Sýnishorn af bekkjardagskrá
  • Sýnishorn af vinahópi
  • Sýnishorn af foreldrasamningi


English
Hafðu samband