Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Listadagar

08.04.2008

Dagana 9. - 12. apríl verða listadagar barna og ungmenna haldnir í þriðja sinn í Garðabæ. Þemað að þessu sinni er náttúran og umhverfið. Á listadögum verða ýmsar uppákomur um allan bæ sem ungir listamenn hafa unni hörðum höndum við að undirbúa. Það gefur vonandi bæjarbúum innsýn í það gróskumikla og fjölbreytta listastarf sem fram fer í skólum og stofnunum bæjarins. Dagskráin er fjölbreytt og skemmtileg og eru allir bæjarbúar velkomnir hvort sem það er í stofnanir eða skólana. Nálgast má dagskrá listadagana og nánari upplýsingar á vef Garðabæjar.
Markmið Hofsstaðaskóla á listadögum er að gefa sem fjölbreyttasta mynd af sköpun og listum í daglegu starfi nemenda. Áhersla er lögð á að sýna margvísleg skapandi verkefni sem tengjast viðfangsefnum í námskrá, leiðarljósi skólans, endurvinnslu og umhverfisvernd. Nemendur koma reglulega saman á sal þar sem þeir æfa framsögn og leiklist ásamt tónlist og dansi. Sýnishorn af þeim verkefnum eru einnig sýnd á listadögum. Verið hjartanlega velkomin í Hofsstaðaskóla.

Dagskrá Hofsstaðaskóla

Til baka
English
Hafðu samband