Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hreinsunarátak í Garðabæ

28.04.2008
Hreinsunarátak í GarðabæNemendur í 2. og 6. bekk taka þátt í hreinsunarátaki. Sótt var um hvatningarstyrk til bæjarins og eiga nemendur því von á glaðningi að verki loknu. Það voru kraftmiklir nemendur í 2. G.G. og 6.B.V. sem hófu hreinsunina á sólríkum mánudagsmorgni 28.apríl.  Þau byrjuðu á Arnarneslæk og svæðinu í kringum hann frá Bæjarbraut að Reykjanesbraut. Krakkarnir tóku vel til hendinni og voru mjög áhugasamir og duglegir við að hreinsa umhverfið. Verkinu verður haldið áfram í vikunni af öðrum nemendum í árgöngunum.
Til baka
English
Hafðu samband