Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Foreldraverðlaun

16.05.2008
Foreldraverðlaun

Heimili og skóli - landssamtök foreldra veittu í gær Foreldraverðlaun 2008 við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu.Verðlaunin hlaut að þessu sinni starfsfólk leikskólans Tjarnarsels fyrir verkefni sem miðar að því að skapa lestrar- og skriftarhvetjandi umhverfi. Þá hlaut Grunnskóli Siglufjarðar hvatningarverðlaun fyrir verkefnið Átak gegn einelti og foreldrafélag Svalbarðsskóla hlaut sömuleiðis hvatningarverðlaun fyrir starfsemi sína. Ingibjörg Baldursdóttir og Svanhvít Guðbjartsdóttir hlutu sérstaka viðurkenningu sem dugnaðarforkar fyrir verkefnið Þjóðardagur – Börnin okkar í Flataskóla.

Hofsstaðaskóli hlaut alls þrjár tilnefningar: Elva Björk Ágústsdóttir var tilnefnd fyrir námstæknikennslu í skólanum, starfsfólk og stjórnendur fyrir þorrablót 6. bekkja fyrir samfellu milli skólastiga-samstarfsverkefni milli nemenda í 1. bekk og elsta árgangsins á leikskólanum Hæðarbóli.

 

 

Frá afhendingu Foreldraverðlauna
Heimilis og skóla 2008
 

Til baka
English
Hafðu samband