Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kynningarfundur

16.05.2008
Kynningarfundur

Fimmtudaginn 15. maí var foreldrum verðandi 1. bekkinga boðið á kynningarfund í skólann. Skólastjóri kynnti skipulag skólastarfsins og foreldrar skoðuðu húsnæðið. Rúmlega 40 foreldrar mættu á fundinn. Upphaf grunnskólagöngu eru spennandi tímamót í lífa barna og fjölskyldna þeirra og oftast mikið tilhlökkunarefni. Miklu skiptir að fyrstu áhrifin af skólanum séu jákvæð og komið sé til móts við ríka þörf barnanna fyrir öryggi og hlýju. Forgangsverkefni skólans er að byggja upp gott og traust samband við heimilin, því við vinnum öll að sama markmiði og því betur sem okkur tekst til því betra fyrir nemendur.

Foreldrar verða boðaðir bréflega á annan fund sem verður 20. ágúst nk.

Kveðja frá skólastjórnendum og umsjónarkennurum verðandi 1. bekkinga.

Til baka
English
Hafðu samband