Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hjólað hringinn

23.05.2008
Hjólað hringinn

Starfsfólk Hofsstaðaskóla tók þátt í átakinu Hjólað í vinnuna sem hófst þann 7. maí og lýkur formlega föstudaginn 23. maí. Um helmingur starfsfólksins tók virkan þátt.
Hópurinn skiptist í þrjú lið: Gullkálfana, Hjólkappa og Vorglaða. Liðsstjóri var skipaður í hverju liði sem hafði það hlutverk að hvetja fólk áfram og fylgjast með skráningu. Liðsstjórarnir stóðu sig einstaklega vel og skipulögðu m.a. morgunhitting tvívegis á tímabilinu. Þá var mætt við skólann kl. 7:00 og hjólaðir c.a. 10 km og snæddur sameignlegur morgunverður á eftir.
Þeir sem ekki hjóluðu gengu og ræddu um allt milli himins og jarðar á göngunni.
Þess má geta að á þessum tíma tókst Hjólköppum að hjóla sem svarar rúmlega hringnum í kringum landið og vel það, enda allflestir liðsmenn með lögheimili utan Garðabæjar. Lesa má nánar um afrek Hofsstaðaskóla í átakinu Hjólað í vinnuna á vef ÍSÍ.

 

 

 

Til baka
English
Hafðu samband