Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vorhátíð og umferðardagur

09.06.2008
Vorhátíð og umferðardagur

Vorhátíð og umferðardagur

Vorhátíðin og umferðardagurinn þriðjudaginn 3. júní sl. tókst með eindæmum vel, enda lék veðrið við okkur.

Skóladagurinn hófst með sýningu á verkum nemenda, en fjöldi foreldra mætti með börnum sínum okkur til mikillar ánægju. Börnin gengu stolt og brosmild um ganga skólans með foreldrum sínum. Við þökkum foreldrum stuðninginn og áhugann sem þeir sýna skólastarfinu.

Nemendur í 7. bekk hjóluðu í Heiðmörk ásamt kennurum sínum, fóru í ratleik úr námsefni vetrarins og grilluðu pylsur.

Nemendur í 6. bekk hjóluðu að Vífilstaðavatni, fóru í leiki og grilluðu pylsur.

Nemendur í 1.-5. bekk léku ýmsar kúnstir s.s. hver var fljótastur að fara ákveðna vegalengd á hlaupahjóli, fóru í umferðarratleik, unnu verkefni um umferðina í tölvum, hjóluðu á hjólabraut og léku listir sínar á línuskautum.

Börnunum gafst kostur á að láta lagfæra hjólin sín ef um minniháttar bilanir var að ræða og lögreglan skoðaði hjólin og límdi á þau skoðunarmiða.

Við fengum lánuð glæsileg ný gasgrill hjá Garðalundi og grilluðum a.m.k. 500 pylsur handa nemendum og starfsmönnum. Við þökkum Garðalundi kærlega fyrir lánið.

Nemendur voru síðan ýmist úti eða inni að hádegismat loknum og sjálfsagt hafa margir komið þreyttir heim.

Til baka
English
Hafðu samband