Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Íslandsmeistarar

09.09.2008
Íslandsmeistarar

Stjarnan varð íslandsmeistari í 5. flokki karla A liða eftir glæstan 4-1 sigur á ÍBV í úrslitaleik. Þetta er fyrsti íslandsmeistaratitill í A liðum yngri flokka Stjörnunnar á Íslandsmóti í 20 ár.

Hið frækna lið nýkrýndra íslandsmeistara skipa m.a. nemendur úr Hofsstaðaskóla og Flataskóla: Daði Lár Jónsson, Páll Halldór Jóhannesson, Egill Magnússon, Helgi Rúnar Björnsson, Arnar Steinn Hansson, Kári Pétursson, Hinrik Þráinn Örnólfsson, Tómas Orri Almarsson, Finn Axel Hansen, Erlingur Gunnarsson. Þjálfari drengjanna er Þorlákur Már Árnason.

Drengirnir hafa áður unnið sér ýmislegt til frægðar á knattspyrnuvellinum. Þeir urðu Íslandsmeistarar C liða 2007 og Faxaflóameistarar 2007 þá á yngra ári í 5.flokki. Þeir hafa einnig unnið nokkur minni mót síðustu ár eins og Akranesmótið- A lið, Shellmóts meistarar A innan hús, Kópavogsmót, Keflavíkurmót og fleira. Drengirnir hafa flestir spilað saman sem lið síðan í 7.flokki. Þeir eru allir fæddir 1996. 

Að sjálfsögðu óskum við þeim innilega til hamingju með titilinn og væntum mikils af þeim í framtíðinni. Áfram Stjarnan!

 

Til baka
English
Hafðu samband