Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gersemi Garðabæjar

23.09.2008
Gersemi Garðabæjar

6. bekkingar hafa verið læra um lífríki Vífilsstaðavatns þ.e. í og við vatnið frá því að skólinn hófst. Hluti af því ferli var að fara í útkennslu að Vífilsstaðavatni. 22. og 23. september.

Nemendur fóru á hjóli að vatninu þar sem þeir unnu ýmis verkefni í hópum. Veðrið hefði getað verið betra en þrátt fyrir það tókst ferðin mjög vel. Nemendur veiddu fiska undir dyggri stjórn Bjarna Jónssonar vistfræðings og söfnuðu sýnum úr Vífilsstaðavatni og Vífilsstaðalæk. Þeir skoðuðu einnig jurtir, fuglalíf og ýmis örnefni í umhverfinu undir stjórn kennara sinna. Sýni voru tekin með í skólann til frekari rannsókna og einnig voru nokkrir fiskar teknir og krufnir. Mikil ánægja og áhugi skein úr hverju andliti.

 

Þess má geta að birtar verða myndir úr ferðum allra bekkjanna í myndasafni skólans. Veljið viðkomandi bekk.

 

 

 

Til baka
English
Hafðu samband