Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tvenn verðlaun í NKG

30.09.2008
Tvenn verðlaun í NKG

Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda (NKG) er keppni í nýsköpun fyrir alla aldurshópa grunnskólans. Keppnin fer fram allan ársins hring. Markmið keppninnar er að virkja sköpunarkraft barna  og unglinga í landinu. Lokahóf er á haustin að undangenginni vinnusmiðju þar sem hugmyndir sem komast í úrslit eru útfærðar frekar með aðstoð leiðbeinenda. 

Sjö nemendur úr Hofsstaðaskóla komust áfram í 52 manna úrslit keppninnar og tóku þátt í vinnusmiðjunni sem haldin var um miðjan september. Hugmyndir krakkanna voru fjölbreyttar og skemmtilegar.

Lokahóf Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda var síðan haldið sunnudaginn 28. september. Þá voru veitt verðlaun í fjórum flokkum:

  • Almennt
  • Hugbúnaður og tölvuleikir
  • Orka og umhverfi
  • Slysavarnir

Tveir nemendur hrepptu verðlaun. Það voru þær: Rakel Björk Björnsdóttir sem hreppti 1. sætið í flokknum slysavarnir með hugmynd sína blysvörn og Kristín Yuxin Bu sem lenti í 3. sæti í flokknum almennt fyrir hugmynd sína Hlaupahjólalás.

   

Krakkarnir í Hofsstaðaskóla, undir dyggri stjórn Sædísar Arndal smíðakennara, voru mjög duglegir að taka þátt því alls voru sendar 250 hugmyndir úr Hofsstaðaskóla í keppnina. Skólinn lenti því í 3. sæti hvað varðar hlutfall nemenda sem sendir inn hugmyndir.

Til hamingju krakkar og haldið áfram á þessari braut.

     

 

Til baka
English
Hafðu samband