Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Umhverfisstefna

13.10.2008
Umhverfisstefna

Hofsstaðaskóli er grænfánaskóli og hefur flaggað Grænfánanum frá 16. nóvember 2007. Í skólanum starfar umhverfisnefnd sem í eru starfsmenn, nemendur og fulltrúi foreldra. Fyrsti fundur nefndarinnar á þessu hausti var haldinn 2. október sl. þar sem m.a. var tekin ákvörðun um áframhaldandi öflugt umhverfisstarf í skólanum. Fundargerð er hægt að nálgast á umhverfisvef skólans
Einnig var ákveðið að umhverfisgæslan fari reglulega í umsjónarstofur eins og á síðasta skólaári til að skoða ákveðna þætti úr umhverfistefnu skólans. Þessir þættir eru frágangur á fernum, pappír, rusli og fatahengi svo og að slökkt sé á ljósi í mannlausu herbergi. Ef vel tekst til hjá bekknum þá fær hann grænan miða og heldur honum þangað til umhverfisgæslan kemur aftur.

Umhverfisfræðsla fyrir starfsfólk fór fram þriðjudaginn 7. október þegar Stefán Gíslason umhverfistjórnunarfræðingur hélt skemmtilegt erindi sem fjallaði m.a. um mikilvægi fullorðna fólksins sem fyrirmynda og frumkvöðla í umhverfisstarfinu.

Til baka
English
Hafðu samband