Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nýir vefir leikskólanna

15.10.2008
Nýir vefir leikskólanna

Nýir vefir leikskóla bæjarins, alls fimm talsins, voru opnaðir við hátíðlega athöfn á Bæjarbóli í dag miðvikudaginn 15. október. Opnun nýju vefjanna er framhald af endurnýjun allra vefja Garðabæjar en í vor var opnaði nýr vefur Garðabæjar og nýir vefir grunnskólanna. Hönnunarsafn Íslands sem rekið er af Garðabæ hefur einnig opnað nýjan vef sem byggir á sömu hönnun og vefir skólanna.

Auðvelda foreldrum upplýsingaleit

Allir vefirnir hafa að hluta til samræmt útlit og viðmót þeirra allra og uppbygging er sambærileg. Tilgangur þess er fyrst og fremst að auðvelda foreldrum og öðrum Garðbæingum að finna þær upplýsingar sem leitað er að. Foreldrum, sem eiga börn á fleiri en einu skólastigi, t.d. eitt barn í leikskóla, eitt barn í Hofsstaða/Flata/Sjálandsskóla og eitt barn í Garðaskóla, mætir sambærilegt viðmót og veftré á vefjum allra þessara skóla, þótt hver þeirra fái eftir sem áður að halda sínum sérkennum.

Brugðist við ábendingum
Í leikskólum Garðabæjar er unnið metnaðarfullt starf sem foreldrar hafa lýst mikilli ánægju með, m.a. í nýrri könnun sem Capacent vann fyrir Garðabæ. Það sem hefur helst komið í ljós að mætti bæta í starfi þeirra er upplýsingamiðlun til foreldra. Með nýjum vefjum er stigið stórt skref í þá átt að koma til móts við þessar ábendingar og óskir foreldra.

Teymi vefumsjónarmanna
Allir vefirnir eru unnir í sama vefumsjónarkerfinu, Lisu, sem gerir bænum kleift að byggja upp teymi vefumsjónarmanna hjá Garðabæ sem geta miðlað þekkingu sín á milli, leitað til hvers annars og jafnvel leyst hver annan af. Slík samvinnu eykur mjög hagræði við rekstur vefsvæðanna auk þess sem nýja kerfið býður upp á marga möguleika til áframhaldandi framþróunar.

Vefir leikskólanna eru á slóðunum:
www.baejarbol.is
www.haedarbol.is
www.kirkjubolid.is
www.lundabol.is og
www.sunnuhvoll.is

Til hamingju með nýju vefina leikskólar.

Til baka
English
Hafðu samband