Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Frábær árangur

17.11.2008
Frábær árangur

Unnur Andrea Ásgeirsdóttir nemandi í 7. A.M.H. hefur náð frábærum árangri í sundi á þessu ári. Unnur Andrea hefur æft sund frá 6 ára aldri. Hún byrjaði hjá Stjörnunni í Garðabæ og æfði þá undir handleiðslu Friðbjarnar þjálfara þangað til í febrúar á þessu ári þegar hún skipti yfir í Ægi þar sem hún æfir undir stjórn Jacky Pellegrin landsliðsþjálfara og Ragnars Friðbjarnarsonar.

Unnur Andrea var valin efnilegasta unga sundkona Garðabæjar í ársbyrjun. Hún hefur unnið til 3ja gullverðlauna, 16 silfurverðlauna og 9 bronsverðlauna á árinu.

Unnur Andrea keppir fimmtudaginn 20. nóvember á ÍM 25 sem er Íslandsmót fullorðinna í sundi í 25m laug. Hún náði lágmörkum í 800m skriðsundi og nær því að keppa á mótinu aðeins 12 ára gömul. Hún var auk þess aðeins nokkur sekúndubrot frá því að ná einnig lágmörkunum í 400m skriðsundi og 200m baksundi. Unnur hefur þegar náð keppnisrétti í þremur greinum á ÍM 50 sem fram fer í byrjun næsta árs.

Það liggur í augum uppi að engin nær slíkum árangri nema vera samviskusamur, duglegur og jákvæður. Unnur Andra æfir með silfurhópi yngri hjá Ægi. Hún æfir 6 sinnum í viku og syndir 5-6 kílómetra á hverri æfingu.  Það er ljóst að Unnur Andrea býr yfir öllum þessum áðurnefndu þáttum því í síðustu viku fékk hún afhentan viðurkenningarskjöld Ægis fyrir bestu ástundun og jákvætt hugarfar.

Uppáhalds sundgrein Unnar Andreu er skriðsundið.

Til hamingju Unnur Andrea með þennan frábæra árangur. Við erum mjög stolt af Unni Andreu sem og öðrum nemendum okkar í Hofsstaðaskóla sem búa yfir ótrúlega fjölbreyttum og miklum hæfileikum.

 

Til baka
English
Hafðu samband