Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Litabók að gjöf

19.11.2008
Litabók að gjöf

Nemendur í 2. bekk fengu góða gesti í heimsókn þriðjudaginn 18. nóvember en það voru konur úr Lionsklúbbnum Eik í Garðabæ. Þær sögðu krökkunum frá starfi sínu og gáfu þeim litabók sem þær gefa sjálfar út. Nemendur eru hvattir til að skoða bókina vel og sýna fjölskyldunni enda er þar að finna mörg góð ráð t.d um það hvað gott er að gera þegar kviknar í.  Núna er að fara í hönd sá tími þegar mikið er um kerti og ljós og því gott að vita hvernig bregðast á við ef eitthvað kemur upp á.  Þökkum þeim kærlega fyrir gjöfina.

Kíkið á fleiri myndir á myndasíðunni hjá 2. bekk

Til baka
English
Hafðu samband