Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stefnumörkun og sjálfsmat

02.12.2008
Stefnumörkun og sjálfsmat

Tímabilið 27. nóvember til 11. desember fara fram kannanir á vegum sjálfsmatshóps skólans.  Kannanirnar eru rafrænar og eru sendar nemendum, foreldrum og starfsfólki skólans í tölvupósti. 

Með foreldrakönnuninni erum við að safna upplýsingum um hvað foreldrum finnst almennt um námsgreinarnar í skólanum.  Gert er ráð fyrir að foreldrar svari saman einni könnun  fyrir hvert barn sem þeir eiga í skólanum.  Könnunin er send á netfang móður ef það er á skrá annars netfang föður.

Við hvetjum fólk til að svara spurningalistanum eins fljótt og auðið er. Við viljum heyra ykkar álit. Það skiptir máli.

Í nemendakönnuninni sem nemendur í 4.-7. bekk munu svara rafrænt í tölvutíma bekkjarins erum við að safna upplýsingum um hvað  nemendum finnst almennt um skólann sinn.  Könnunin sem lögð er fyrir nemendur inniheldur alls 10 spurningar þar sem þeir eru beðnir um að velja einn af nokkrum valkostum. Stefnt er að því að leggja sambærilega könnun fyrir yngri nemendur.

Í könnun sem lögð er fyrir starfsfólk skólans er spurt um starfið í skólanum og viðhorf fólks til vinnustaðarins.


Nálgast má nánari upplýsingar um stefnumörkun og sjálfsmat skólans og niðurstöður úr sjálfsmatskönnunum á vef skólans undir Skólinn og Stefnumörkun og sjálfsmat.
Ef það eru einhverjar spurningar varðandi ofangreindar kannanir vinsamlegast snúið ykkur til Margrétar Harðardóttur skólastjóra.

Til baka
English
Hafðu samband