Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tröllaþema

05.12.2008
Tröllaþema

Eins og alþjóð veit þá hafa nemendur og kennarar í 3. og 4. bekk unnið sameiginlegt þemaverkefni um tröll. Gangurinn fyrir framan 4. bekk er undirlagður af tröllaheimi, en þar má m.a. finna fjöll, hella, fossa og síðast en ekki síst tröll af öllum stærðum og gerðum. Afrakstur þessarar vinnu er algjörlega stórkostlegur. Föstudaginn 28. nóvember var svo heldur betur líf og fjör í skólanum á uppskeruhátið, en þá var foreldrum barnanna boðið í skólann til að gleðjast með börnum og starfsfólki. Mæting var mjög góð og erfitt að sjá hverjir voru stoltari nemendur, kennarar eða foreldrar. Nokkrir vaskir ungir menn buðu gestum og gangandi upp á kaffi. PR-ið var í góðu lagi og Valdimar frá Garðapóstinum var mættur til að taka myndir af herlegheitunum. Að sjálfsögðu vorum við einnig með okkar eigin Pr-fulltrúa úr hópi nemenda sem sáu um að taka myndir. Takk fyrir nemendur og starfsfólk.

Skoðið fleiri myndir frá opna húsinu á myndasíðum 3. og 4. bekkja

Til baka
English
Hafðu samband