Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lampakeppni

17.12.2008
Lampakeppni

Í vetur hrintu þær stöllur Ester textílmenntakennari og Sædís smíðakennari úr vör tilraunarverkefni í vali í 7. bekk.
Nemendum var falið að hanna lampa og fengu til þess aðstoð og leiðbeiningar bæði hjá textílmenntakennara og smíðakennara. Í textílmennt unnu nemendur með ýmis efni, munstur og áferð en í smíði var unnið að hönnun, lýsingu og smíði.

Í lok námskeiðs voru veittar þrjár viðurkenningar  fyrir bestu útlitshönnun á lampa. 

Í 3. sæti var Halla Björk Vigfúsdóttir í 7. A.M.H.
Í 2. sæti var Ástþór Rúnar Völundarson í 7. B.V.
Í 1. sæti var Harpa Guðrún Hreinsdóttir í 7. B.V.

Til hamingju krakkar með lampana ykkar.

 

Til baka
English
Hafðu samband