Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Myndarleg gjöf

17.12.2008
Myndarleg gjöf

Skólanum barst á dögunum myndarleg gjöf frá foreldrafélagi skólans. Það voru græjur sem gera okkur kleift að stjórna flottu diskóteki í salnum. Þorgeir Axelsson gjaldkeri foreldrafélagsins afhenti Margréti Harðardóttur þessa veglegu gjöf sem á eftir að koma sér vel.  Við viljum færa foreldrum okkar bestu þakkir fyrir þessa frábæru gjöf.

Frá því síðastliðið sumar hafa staðið yfir endurbætur á salnum. Fjárfest var í nýjum tækjabúnaði til að stýra sýningum þ.e. hljóði og mynd. Nú er aðgengi greitt að stóru sýningartjaldi, skjávarpa og hljóði án mikils undirbúnings og vinnu.

Öllum tækjum var haglega komið fyrir á sérstökum svölum sem reistar voru til móts við sviðið. Eingöngu starfsmenn og tæknimenn skólans hafa aðgang að svölunum. Hugmyndin er að búa til tæknimenn úr hópi nemenda sem geta þá aðstoðað við  og/eða stýrt sýningum á vegum skólans.

Til baka
English
Hafðu samband