Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Örugg netnotkun

13.01.2009
Örugg netnotkun

Saft hefur síðan árið 2004 rekið vakningarátak um örugga netnotkun. Verkefnið snýst um að fræða og styðja börn og foreldra í að njóta netsins og nýrra miðla á jákvæðan og öruggan hátt. Heimili og skóli-landssamtök foreldra annast útfærslu og framkvæmd verkefnisins fyrir Íslands hönd. ESB hefur undanfarin ár stutt verkefnið og nýlega var undirritaður samningur um áframhaldandi stuðning ESB til tveggja ára.
Formlegir samstarfsaðilar verkefnisins á Íslandi eru Lýðheilsustöð, sem mun vinna að ýmsum fræðslumálum og ráðgjöf og Capacent Gallup, sem mun gera viðamikla könnun á Net- og nýmiðlanotkun Íslendinga.

Á vef SAFT er að finna heilræði fyrir foreldra og leiðbeiningar um örugga netnotkun barna.

Til baka
English
Hafðu samband