Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sjö ráð fyrir 7. bekk

23.01.2009
Sjö ráð fyrir 7. bekkMánudaginn 9. febrúar kl. 8:30-10:00 verður haldinn fræðslufundur fyrir nemendur í  7. bekk og foreldra þeirra. Þá mun Páll Ólafsson félagsráðgjafi á fjölskyldusviði Garðabæjar koma til okkar. Hann ætlar að flytja fyrirlestur sinn „Sjö ráð fyrir sjöunda bekk“ sem fjallar um mikilvægi góðra samskipta í fjölskyldum og leiðir sem hægt er að fara til að bæta samskipti.
Páll hefur mikla reynslu á þessu sviði og hefur áður komið og rætt við foreldra og börn þeirra í 7. bekk. Mikil ánægja hefur verið meðal áheyrenda.
Við vonumst því til að sem flestir foreldrar sjái sér fært að mæta með börnum sínum.
Til baka
English
Hafðu samband