Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dansað í íþróttum

28.01.2009
Dansað í íþróttum

Í þessari viku eru kennaranemar úr HR í æfingakennslu hjá íþróttakennurunum okkar Ragnheiði Þórdís og Hreini. Kennaranemarnir hafa staðið sig mjög vel og í kennslunni og það hefur verið mjög ánægjulegt að hafa þá.

Danskennslan er hafin af fullum krafti í íþróttatímum allra nemenda skólans. Lög er áhersla á að nemendur kynnist hefðbundum samkvæmisdönsum og dansi með frjálsri aðferð. Þess má geta að dans er stór liður í þottablóti 6. bekkinga sem haldið verður 12. febrúar.

Á þorrablótinu dansa allir nemendur skottís, polka, diskó, hringdans og að sjálfsögðu er marserað. Foreldrar eru hvattir til að dans við börnin og vera með.

Hlökkum til að sjá ykkur á þorrablótinu.

Lítið á nokkrar myndir frá dansæfingunum.

Til baka
English
Hafðu samband