Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimsóknir leikskólanemenda

09.03.2009
Heimsóknir leikskólanemenda

Heimsóknir leikskólanemenda eru hluti af samstarfsverkefninu “Brúum bilið”. Eitt af markmiðum þess verkefnis er að stuðla að vellíðan og öryggi barnanna við að fara úr leikskóla í grunnskóla. Tveir nemendur af eldra stigi munu sýna gestunum skólann ásamt deildarstjóra yngri deilda. Komið verður við á bókasafninu þar sem eldri nemendur lesa fyrir þau yngri.

Gestirnir okkar hafa verið mjög áhugasamir og spenntir að sjá skólann enda mikið líf og fjör og margt að sjá. Í apríl koma leikskólanemendur í svokallaðan vorskóla og taka þátt í skólastarfinu með 1. bekkingum.

Fimmtudaginn 5. mar voru nemendur af Bæjarbóli í heimsókn. Hér má nálgast myndir frá heimsókninni.

Til baka
English
Hafðu samband