Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tækni-LEGO námskeið

09.03.2009
Tækni-LEGO námskeið

Nú stendur yfir Tækni-Lego námskeið í skólanum. Leiðbeinandi er Jóhann Breiðfjörð en hann hefur starfað í 5 ár sem hönnuður, hugmyndasmiður og ráðgjafi hjá leikfangafyrirtækinu LEGO og hefur undanfarin misseri haldið fjölmörg´"Tækni-LEGO námskeið m.a. " innan skóla og félagsmiðstöðva".

Í Hofsstaðaskóla verða tveir hópar og stendur námskeiðið yfir í alls 3 vikur. Kennt verður á miðvikudögum 4., 11. og 18. mars. Fyrri hópurinn byrjar kl. 14:30 en sá síðari kl. 16:00. Kennslan fer fram í Hofi 4. Þátttaka er mjög góð en námskeiðið er ætlað nemendum frá 1. - 7. bekk.

Til gamans má geta þess að á námskeiðinu verða um 100 kíló af tækni-LEGO kubbum. Kennslan er einstaklingsmiðuð og læra krakkarnir að nota t.d. tannhjól, grírun, mótora og fleira til að skapa sín eigin módel.

Til baka
English
Hafðu samband