Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stóra upplestrarkeppnin

11.03.2009
Stóra upplestrarkeppnin

Miðvikudaginn 11. mars var haldin Skólahátíð Hofsstaðaskóla þar sem valdur voru þrír fulltrúar skólans og einn til vara til að lesa á Héraðshátíð Stóru upplestrarkeppninnar.
Ellefu nemendur úr 7. bekkjum lásu stuttan texta og ljóð og stóðu sig mjög vel enda  var dómnefnd vandi á höndum. Eftirfarandi nemendur voru valdir fulltrúar skólans að þessu sinni; Harpa Guðrún Hreinsdóttir, Sóley Ásgeirsdóttir og Þóranna Gunný Gunnarsdóttir allar úr 7. B.V. og Jóhannes Birkir Gunnarsson úr 7. E.P. til vara. Allir þátttakendur  fengu bókagjöf frá skólanum í viðurkenningaskyni.
Þessir nemendur taka þátt í Héraðshátíðinni sem að þessu sinni verður haldin þriðjudaginn 24. mars n.k. kl. 17-19 í Tónlistarskóla Garðabæjar, þar sem auk okkar verða fulltrúar frá Flataskóla og Sjálandsskóla í Garðabæ svo og frá Grunnskólanum á Seltjarnarnesi.

Lítið á myndirnar

Til baka
English
Hafðu samband