Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Íslandsmeistarar

26.03.2009
Íslandsmeistarar

Í lok mars hlutu strákarnir í 7. flokki karla í Stjörnunni Íslandsmeistaratitil í körfubolta. Við erum afar stolt af þessum strákum því í liðinu eru a.m.k. 5 strákar sem eru í 7. bekk í Hofsstaðaskóla, þeir Guðmundur Smári Þorvaldsson, Guðmundur Einar Hannesson, Einar Valberg Eiríksson, Magnús Guðbrandsson og Muggur Ólafsson. Þess má einnig geta að þjálfari strákanna hann Justin Shouse kennir ensku hjá okkur.

Við óskum strákunum til hamingju með þennan frábæra árangur. Áfram Stjarnan!

Til baka
English
Hafðu samband