Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Íslandsmeistarar

31.03.2009
Íslandsmeistarar

Eins og við greindum frá þá varð A-liðið í 7. flokki karla Íslandsmeistarar fyrir viku síðan. Nú bættist B-liðið í hópinn því það landaði Íslandsmeistaratitli B-liða í 7. flokki helgina 28. -29. mars.

Þetta er ótrúlegur árangur og sýnir hversu mikil breidd er í hópnum og greinilegt að Justin hefur náð að kenna strákunum ýmislegt í vetur því þeir hafa verið að taka miklum framförum.

Við erum afar stolt af strákunum en þeir eru flestir í Hofsstaðaskóla sem og þjálfari þeirra Justin sem kennir ensku.

 

Til baka
English
Hafðu samband