Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hönnun nemenda í IKEA

03.04.2009
Hönnun nemenda í IKEA

Mikil áhersla er lögð á listsköpun og hönnun í grunnskólastarfinu í Garðabæ. Í vetur hafa nemendur unnið að skemmtilegum verkefnum með kennurum sínum. Í tilefni af hönnunardögum þann 26. - 29. mars voru verkin flutt upp á Garðatorg þar sem gestir og gangandi fengu að njóta þessa afrakstur margra mánaða vinnu nemenda. Sýningin var opin alla helgina.

Þeim sem ekki náðu að njóta sýningarinnar á Garðatorgi gefst annað tækifæri því ákveðið hefur verið í samvinnu við sýningardeild IKEA að flytja sýningarmunina og setja upp sambærilega sýningu í versluninni dagana 2. apríl - 16. apríl 2009. Þess má geta að um 15.000-20.000 manns heimsækja verslunina vikulega. Því er um einstakt tækifæri að ræða fyrir okkar frjóu og hugmyndaríku hönnuði að sýna afrakstur sinn.

Hvetjum alla til að koma við í verslun IKEA og líta á hönnun nemenda í grunnskólum Garðabæjar.

Til baka
English
Hafðu samband