Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sunddrottningin okkar

14.04.2009
Sunddrottningin okkar

Unnur Andrea Ásgeirsdóttir nemandi í 7. A.M.H. var í byrjun apríl valin í unglingalandsliðshóp Sundsambands Íslands. Hún á þar með möguleika á að taka þátt í verkefnum á vegum SSÍ. Framundan eru t.d. Ólympíudagar Evrópuæskunnar sem haldnir verða í Finnlandi í júlí. Unnur Andrea þarf að berjast um sæti og stefnir hún á langsundið þ.e. 400m og 800m skriðsundið en ekkert er gefið í sundinu og þarf hún því að leggja mikið á sig til að ná sem bestum tíma.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Unni taki við viðurkenningu sem aldursflokkameistari sundfélagsins Ægis.

Á meðan flestir lágu á meltunni um páskana þá má geta þess að Unnur Andra tók þátt í s.k. "Hell Week" æfingabúðum hjá Ægi alla páskana. Þá eru tvær æfingar á dag og samtals synti hún 95 km á 7 dögum.

Til baka
English
Hafðu samband