Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hjólað í vinnuna

05.05.2009
Hjólað í vinnuna

Hvatningarverkefni ÍSÍ, Hjólað í vinnuna fór af stað miðvikudaginn 6. maí og stendur til 26. maí. Líkt og í fyrra þá taka starfsmenn Hofsstaðaskóla þátt í verkefninu. Það er gaman að segja frá því að starfsmenn Hofsstaðaskóla stóðu sig svo vel að þeir unnu keppnina í Garðabæ í fyrra en miðað er við vinnustað að sömu stærð.
Nemendur eru einnig hvattir til að hjóla eða ganga í skólann þessa daga. Það fer fram keppni á milli bekkja þar sem einum bekk á yngra stigi og einum bekk á eldra stigi verða veitt verðlaun fyrir bestan árangur.
Dagleg hreyfing verndar og bætir heilsuna eins og fram kemur í riti Lýðheilsustöðvar Ráðleggingar um hreyfingu. Lýðheilsustöð hvetur sem flesta til að fara ferða sinna á hjóli eða tveimur jafnfljótum á meðan á verkefninu stendur - og auðvitað helst sem oftast allan ársins hring, sjá nánar á vef http://www.lydheilsustod.is/frettir/hreyfing/nr/2763

 

Til baka
English
Hafðu samband