Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vorskóli fyrir foreldra

18.05.2009
Vorskóli fyrir foreldraForeldrum nemenda sem hefja skólagöngu í haust í 1. bekk í Hofsstaðaskóla var boðið til fundar í skólanum fimmtudaginn 14. maí. Tilgangur fundarins er að upplýsa foreldra um starfið og hitta stjórnendur skólans. Dagskráin var á þá leið að skólastjóri kynnti skólastarfið, skipulag innra starfs og aðra gagnlega þætti. Fjórir nemendur í 6. bekk, þau Annalísa Hermannsdóttir , Alexander Breki Marinósson, Helga Þöll Guðjónsdóttir og Óskar Þór Þorsteinsson gengu með gestum um skólann og sýndu þeim það sem þeim þykir markverðast, bæði skólastofur, tómstundaheimilið Regnbogann og listaverk eftir nemendur skólans. Nemendur leystu verkefnið mjög fagmannlega af hendi og færum við þeim bestu þakkir fyrir. Mæting á fundinn var nokkuð góð en gestir voru um 50. Kærar þakkir fyrir komuna, með ósk um gott samstarf á komandi árum.
Til baka
English
Hafðu samband