Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólastarf haustið 2009

30.06.2009
Skólastarf haustið 2009

Skóli hefst mánudaginn 24. ágúst með skólasetningu og hefst kennsla þriðjudaginn 25. ágúst skv. stundaskrá. Skóladagatal er að finna hér til hægri á síðunni. Innkauplistar verða birtir á vefnum miðvikudaginn 19. ágúst.


Nýir nemendur Í 2.-7. bekk verða boðaðir á fund ásamt foreldrum sínum 19. ágúst kl. 17:30. Fundarboð verður sent með tölvupósti.


 

 

Skólasetning verður mánudaginn 24. ágúst
Kl. 9:00  6. og 7. bekkur
Kl. 10.00 4. og 5. bekkur
Kl. 11:00 2. og 3. bekkur


Foreldrar eru velkomnir með börnum sínum á skólasetningu.
Nemendur í 1. bekk mæta með foreldrum sínum í viðtal 24. ágúst til umsjónarkennara. Fundarboð verður sent með tölvupósti.

Haustfundur með foreldrum nemenda í 1. bekk verður í byrjun september, en þá verður kynning á skólastarfi og fræðslufundur um lestur og lestrarkennslu.

Tómstundaheimilið opnar 24. ágúst kl. 12:00 fyrir nemendur í 2. - 4. bekk.

Til baka
English
Hafðu samband