Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Frábær árangur

27.08.2009

Þrír nemendur úr Hofsstaðaskóla eru komnir í úrslit í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda 2009.  Það eru þau:

  • Harpa Guðrún Hreinsdóttir (7. bekk BV í fyrra) sem er að vinna með skemmtilega hugmynd að skóhlífarkassa
  • Ragnar Björgvin Tómasson (6. Ö.M.) með Boltaflaut.
  • Elísabet Emma Pálsdóttir (4. G.P.) er að þróa hlut sem bæði nýtist sem dósapressa og skurðabretti.

Í ár bárust alls 2700 umsóknir frá 60 grunnskólum. Hofsstaðaskóli er einn af 23 skólum sem eiga fulltrúa í úrslitum keppninnar. Næsta skref fyrir nemendurna er að mæta í vinnusmiðju laugardaginn 5. september og sunnudaginn 6. september. Þar koma þau saman undir leiðsögn leiðbeinanda. Markmið Vinnusmiðjunnar er að hver keppandi fái tækifæri til að útfæra hugmynd sína nánar, útbúa plakat með líkani eða teikningu og texta sem lýsir hugmyndinni best. Að því starfi loknu tekur dómnefnd við og metur hvaða þátttakendur komast á verðlaunapall. Lokahóf verður haldið laugardaginn 19. september í Grafarvogskirkju.
Við erum stolt af okkar nemendum og óskum þeim innilega til hamingju.

Til baka
English
Hafðu samband