Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Göngum í skólann

07.09.2009
Göngum í skólann

Miðvikudaginn 9. september hefst alþjóðlega verkefnið Göngum í skólann sjá http://gongumiskolann.is/. Um er að ræða verkefni sem skólar í allt að 40 löndum taka þátt í. Eins og síðustu tvö ár hefur Hofsstaðaskóli skráð sig til leiks.Við vonum að sem flestir í skólasamfélaginu taki þátt s.s. nemendur, foreldrar og starfsmenn. Göngum í skólann lýkur síðan formlega með alþjóðlega göngudeginum föstudaginn 9. október.
Göngum í skólann verkefnið er ætlað til þess að hvetja nemendur, foreldra og starfsmenn skóla á Íslandi til að ganga eða hjóla í skólann.

 

 

 

 

 

Markmið með verkefninu er m.a.:

  1. Hvatning til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga/hjóla á öruggan hátt í skólann og fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar.
  2. Að draga úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum.
  3. Vitundarvakning um hversu „gönguvænt“ umhverfið er og hvar úrbóta er þörf.
  4. Vitundarvakning um ferðamáta og umhverfismál.

Í hverjum bekk verður skráð daglega hvort nemendur koma gangandi/hjólandi í skólann. Í lok verkefnisins verður veitt viðurkenning „Gullskór“ fyrir besta árangur á eldra og yngra stigi, en þá er litið til þess hve hlutfallslega margir nemendur koma gangandi eða hjólandi í skólann á meðan á verkefninu stendur.

Til þess að markmiðin verði að veruleika þurfum við aðstoð frá ykkur ágætu foreldrar.
Við biðjum ykkur að hvetja börnin til að hjóla eða ganga í skólann og að þið farið með þeim yfir öruggustu leiðina.


Allir þessir þættir eru samtvinnaðir og eiga að stuðla að heilbrigðari lífsháttum og samræmast vel umhverfisstefnu skólans og aðgerðaráætlun Garðabæjar/Hofsstaðaskóla ,,Allt hefur áhrif einkum við sjálf”.

Til baka
English
Hafðu samband