Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólabyrjun

11.09.2009
Skólabyrjun

Skólastarfið hefur farið mjög vel af stað. Krakkarnir í 1. bekk hafa unnið ýmiskonar verkefni fyrstu vikurnar í skólanum. Þau hafa svo dæmi sé tekið málað fjöll og tröll, farið í tölvustofuna, tekið þátt í Norræna skólahlaupinu, lært og leirað stafi o.m.fl.

Kíkið endilega á myndirnar sem teknar hafa verið fyrstu vikurnar

Í dag föstudaginn 11. september kom eldri deildin saman á sal. Þá komu í heimsókn fulltrúar frá körfuknattleiksdeild Stjörnunnar og kynntu þeir og hvöttu nemendur til að taka þátt í körfuboltanum í vetur. Í framhaldinu voru tekin nokkur lög. Krakkarnir létu ekki sitt eftir liggja því söngurinn ómaði um allan skólann.

Kíkið á myndir frá sal

Óskum ykkur góðrar helgar.

Til baka
English
Hafðu samband