Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hlupu hringveginn

15.09.2009
Hlupu hringveginn

Mikil stemmning var í hópnum þegar Norræna skólahlaupið hófst enda veður eins og best verður á kosið til útihlaupa.  Hægt var að velja um þrjár vegalengdir: 2,5 km, 5 km og 10 km.  44 nemendur kusu að hlaupa 10 km. og gerðu það með prýði.  Daði Valgeir Jakobsson 7. ÓP kom fyrstur í mark í 10 km. og blés ekki úr nös eftir að hafa hlaupið þá á 53 mínútum.  Það hljóp kapp í Kára Þór Arnarson 7. BÓ en hann gerði sér lítið fyrir og hljóp 15 km.  sér til skemmtunar.  389 nemendur tóku þátt í hlaupinu og hlupu þeir 1445 km. sem þýðir að þeir komust hringveginn og rúmlega það.
Þar með féllu sjálfsagt ýmis langhlaupsmet án þess að þau verði viðurkennd með verðlaunagripum enda ánægja hvers og eins langbestu verðlaunin.

Hér má nálgast myndir af hinum frænknum hlaupurum.

Til baka
English
Hafðu samband