Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Leikfangagerð

15.09.2009
Átta starfsmenn skólans, list- og verkgreinakennarar, yngri barnakennarar og starfsmenn tómstundaheimilis sækja Námsstefnu um leik og leikfangagerð föstudaginn 18. september. Námsstefnan er skipulögð af Hönnunarsafni Íslands og Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar í samvinnu við skólaskrifstofur Garðabæjar og Hafnarfjarðar, og er undanfari sýningar á leikföngum sem opnuð verður vorið 2010.
Á námsstefnunni verða leik- og grunnskólakennurum kynntir ólíkir möguleikar á endurvinnslu efniviðar í leikfangagerð með það að markmiði að víkka út hugsanagang barna. Í dag sem aldrei fyrr er mikilvægt að auka bjartsýni og sköpun í skólastarfi og að hvetja börn og kennara til að horfa á heiminn sem vettvang tækifæra. Getum við skapað leikfang úr diski, röri eða poka?
Fyrirlesari: Sudarshan KHANNA, sérfræðingur í indverskum alþýðuleikföngum, prófessor í hönnun og yfirmaður leikfangahönnunardeildar Þjóðmenningar og Hönnunarstofnunar - Ahmedabad á Indlandi.
Til baka
English
Hafðu samband