Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimsókn skólanefndar

01.10.2009
Heimsókn skólanefndarSkólanefnd Garðabæjar kom í sína árlegu heimsókn í Hofsstaðaskóla þriðjudaginn 29. september. Fundurinn var haldinn í nýrri aðstöðu tómstundaheimilisins, Regnboganum. Tveir nemendur í  7. bekk komu á fundinn og sögðu fundarmönnum frá skólanum sínum. Nemendur eru ánægðir með skólann sinn, þeir töluðu t.d. um tölvurnar, matsalinn, bókasafnið, kennsluna og sófana sem 7. bekkingar hafa afnot af. Skólastjóri greindi frá Nýsköpunarverðlaunum sem skólinn fékk  tvö gull bæði fyrir hugmynd og fjölda innsendra hugmynda. Skólanefnd óskar skólanum til hamingju með verðlaunin. Fundarmenn skoðuðu einnig matsalinn og hittu starfsmenn mötuneytisins.
Til baka
English
Hafðu samband