Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Leiðsagnarmat

21.10.2009

Leiðsagnarmat í mentor er nú notað í fyrsta sinn í Hofsstaðaskóla. Leiðsagnarmat er ný eining í sem gefur aukna möguleika á samstarfi nemenda, foreldra og skóla við markmiðssetningu og mat á stöðu og líðan nemenda. Markmiðið með
leiðsagnarmatinu er m.a. markviss og gagnkvæm upplýsingagjöf. Þannig safna kennarar meiri upplýsingum um nemendur en áður og fá að auki upplýsingar frá nemendum sjálfum um hvaða augum þeir líta eigin stöðu í skólanum. Það gefur einnig tilefni til umræðna á heimilinu um gang mála í skólanum.

Leiðsagnarmatið byggir á þátttöku nemenda. Mjög mikilvægt er að nemendur taki virkan þátt í matinu og njóti aðstoðar foreldra eða
forráðamanna. Foreldraviðtöl fara fram í skólanum mánudaginn 26. október. Foreldrar eru hvattir til að aðstoða nemendur
við að ljúka leiðsagnarmatinu við fyrsta tækifæri.

Leiðbeiningar hafa verið sendar heim í tölvupósti til allra aðstandenda.

Til baka
English
Hafðu samband