Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bangsadagur

27.10.2009
Bangsadagur

Bókasöfn á Norðurlöndum hafa haldið bangsadaginn hátíðlega síðan árið 1998. Það er einkar viðeigandi að tengja bangsa og bókasöfn á þennan hátt því bangsar eru söguhetjur margra vinsælla barnabóka. Auk þess eru bangsar eitt vinsælasta leikfang sem framleitt hefur verið og flestir eiga góðar minningar tengdar uppáhalds bangsanum sínum.

Bangsadagurinn var að sjálfsögðu haldinn hátíðlegur í Hofsstaðaskóla. Krakkarnir mættu með bangsana sína í skólann og eldri nemendur tóku að sér að lesa bangsasögur fyrir þau yngstu á bókasafni skólans og í húsnæði tómstundaheimilisins Regnbogans.

Kíkið endilega á myndirnar sem tekna voru á bókasafninu þennan dag.

Til baka
English
Hafðu samband