Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Átak gegn einelti

18.11.2009
Átak gegn einelti

Heimili og skóla standa fyrir átaki gegn einelti skólaárið 2009 til 2010. Átakinu var ýtt formlega úr vör þriðjudaginn 27. október með kynningu nýs fræðsluheftis fyrir foreldra um einelti.
Heftinu er ætlað að auka þekkingu á einelti og hjálpa foreldrum að öðlast betri skilningi á líðan barna sinna. Þá er verið að hanna ný veggspjöld sem send verða í alla grunnskóla landsins. Á þeim birtast þjóðþekktir Íslendingar sem allir vilja leggja sitt af mörkum svo að draga megi úr einelti og vekja athygli á þeim skelfilegu afleiðingum sem langvarandi einelti getur haft. Einnig er unnið að því að fá fyrirtæki til að styrkja átakið þannig að það verði sem öflugast.
Hér að neðan gefur að líta nýja fræðsluheftið en með því að smella á myndina er hægt að skoða það nánar.

Til baka
English
Hafðu samband