Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kertagerð hjá 2. Þ.Þ.

30.11.2009
Kertagerð hjá 2. Þ.Þ.

2. Þ.Þ. var boðið í kertagerð til Sigríðar og Björns en þau eru tengdaforeldrar Þóru kennara og búa í Fífumýri hér í bæ. Allir nemendur bjuggu til sín eigin kerti. Þráðurinn er  festur á spýtu og svo er honum dýft ofan í heitt vax og látið kólna á milli. Svona er  kertinu dýft nokkrum sinnum eða þar til það er orðið nógu þykkt.  Eftir kertagerðina var síðan  leikið og boðið upp á bollur, skúffuköku og mjólk. Þegar við lögðum af stað heim hafði snjóað þannig að þetta var sannkölluð jólaferð.

Kíkja á fleiri myndir

Til baka
English
Hafðu samband