Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jólakortasala

09.12.2009
Jólakortasala

Foreldrar í foreldrafélagi Hofsstaðaskóla tóku sig til fyrir skemmstu og hófu fjáröflun með sölu jólakorta. Ágóðann á að nota til að kaupa gagnvirkar töflur í skólann. Þrjár töflur eru notaðar við kennslu í skólanum og hefur notkun þeirra skilað góðum árangri og nemendur hafa sýnt meiri áhuga á námsefninu.

Það er hetja Hofsstaðaskóla hann Hilmar Snær Örvarsson í 4. bekk sem á hugmyndina að jólakortinu. Himar greindist með beinkrabbamein fyrr á árinu og hefur hann verið góð fyrirmynd fyrir aðra krakka með jákvæðu hugarfari þrátt fyrir þessa erfiðu lífsreynslu. Himar fékk aðstoð hjá honum Birgi Má Sigurðssyni sem er grafískur hönnuður.

Jólakortin verða til sölu á jólamarkaði Garðatorgs og í nokkrum verslunum í bænum, auk þess sem gengið verður í hús. Þeir sem vilja leggja málefninu lið með því að kaupa kort geta einnig haft samband við Sigríði Guðlaugsdóttur í síma 899-2320 eða sent tölvupóst á sigridur@enza.is

 

 

Til baka
English
Hafðu samband