Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vinavika í 1. bekk

10.12.2009
Vinavika í 1. bekk

Vikan 30. nóvember - 4. desember var í 1. bekk tileinkuðu vináttunni. Við minntum hvert annað á mikilvægi vináttunnar og mikilvægi þess að sýna hvert öðru kurteisi og tillitsemi. Nemendur bjuggu meðal annars til pósthólf til að hengja upp á vegg og í hólfið sitt fengu þeir svo kort frá leynivini sínum. Leynivinurinn fékk einnig faðmlag. Börnin strikuðu hvert og eitt eftir útlínum faðms síns og klipptu út og sendu svo leynivininum. Nemendur sungu um vináttuna og skrifuðu vináttusögu í sögubók. Í lok vikunnar var svo uppljóstrað hver leynivinurinn var. Kíkja á myndir frá 1. bekk, vinavika og fleira

Til baka
English
Hafðu samband