Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gleðileg jól

18.12.2009
Gleðileg jól

Í dag föstudaginn 18. desember lauk skólastarfinu á árinu 2009 með jólaskemmtun.  Dagurinn byrjaði á því að nemendur mættu í stofur þar sem haldin var stutt samverustund. Síðan var haldið á sal þar sem nemendur fluttu fjölbreytt skemmtiatriði, söng, dans og leik.  Nemendur í 4. bekk fluttu helgileik.  Sýningin tókst vel og allir skemmtu sér.

Síðan var gert klárt fyrir jólaball þar sem gengið var í kringum jólatréð. Jólaballinu lauk með því að allir sungu saman heims um ból. Með þá fallegu stund í huga héldu allir í jólafrí.

Starfsfólk Hofsstaðaskóla óskar nemendum, foreldrum og forráðamönnum ánægjulegrar samveru yfir jól og áramót og þakkar samstarfið á árinu.

Myndir á myndasíðunni.

Til baka
English
Hafðu samband