Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lestrarátak í 2. bekk

13.01.2010
Boðið verður upp á kynningu fyrir foreldra á lestrarátaki, fyrir nemendur í 2. bekk, fimmtudaginn 14. janúar kl. 8.15 í stofu 210.  Átakið stendur yfir í fjórar vikur og er haldið til að þjálfa fjölbreytta þætti til að auka lestrarfærni nemenda.  Unnið verður með efnið heima .  Átakið er ætlað hæglæsum nemendum sem hafa ekki náð rennsli í lestrinum.  Þessi vinna hefur farið fram með foreldrum og nemendum í 2. bekk undanfarin tvö ár og var árangurinn mjög góður.
Til baka
English
Hafðu samband