Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Morgunverðarhressing

26.01.2010
Morgunverðarhressing

Sú ákvörðun var tekin að bjóða nemendum upp á að kaupa ávexti í áskrift í morgunhressingu. Ákveðið var að verkefnið færi af stað 1. febrúar. Hver nemandi fær skorna ávexti í skál inni í sinni kennslustofu. Í skálinni verða þrjár tegundir (þrír bitar) ávaxta á degi hverjum t.d. 1/4 epli, 1/4 perur, 1/3 banana eða 1/4 appelsína. Ávextirnir kostar kr. 90.- á dag.

Eingöngu verður boðið upp á að panta alla daga vikunnar fyrir hvert áskriftartímabil. Áskriftartímabil er einn mánuður eða frá 5. hvers mánaðar til 4. næsta mánaðar á eftir.

Morgunhressingin er tilraunaverkefni sem stendur til loka skólaárs og því eru ávextirnir til að byrja með aðeins í boði fyrir nemendur í 1. - 4. bekk.

Hægt er að fara inn á heimasíðu skólans og inná Matseðill (hægra megin á síðunni), þá kemur upp Heitt og kalt, þá er farið inná matur og skóli. Smellið á sækja um skólamat, þar er eftirfarandi fyllt út:

Morgunhressing já/Nei (Eingöngu í boði í Garðabæ fyrir börn í 1,2., 3. og 4. bekk)

Til baka
English
Hafðu samband