Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sinueldur við skólann

05.02.2010
Sinueldur við skólann

Sinueldur logaði á svæði við Hofsstaðaskóla í Garðabæ í morgun. Slökkviliði var tilkynnt um eldinn rétt fyrir klukkan ellefu en hann logaði þá í sinu á um hundrað fermetra svæði. Atburðurinn vakti þó nokkra athygli meðal nemenda sem hópuðust að gluggum skólans og vildu fylgjast með slökkviliðinu að störfum.

Greiðlega gekk að slökkva eldinn með vatni og svokölluðum klöppum sem notaðar eru í útköllum af þessu tagi.

Skólayfirvöld könnuðu strax eldsupptök og málið telst upplýst.

Slökkviliðið segir að venjulegast sé nokkuð um sinuelda þegar þurrt er í veðri eins og verið hefur á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu. Því er mikilvægt að fólk fari mjög varlega með eld.

Til baka
English
Hafðu samband