Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Þorrablót 6. bekkinga

12.02.2010
Þorrablót 6. bekkinga

Árlegt þorrablót 6. bekkinga var haldið í Hofsstaðaskóla fimmtudaginn 11 febrúar.  Nemendur buðu foreldrum sínum til glæsilegrar veislu þar sem gleði og ánægja skein úr hverju andliti. Þar buðu nemendur upp á frábær skemmtiatriði undir stjórn umsjónarkennara. Hljómsveit sem skipuð var nemendum úr árganginum spilaði undi fjöldasöng ásamt Soffíu tónmenntakennara. Þá var boðið upp á þorramat sem Áslaug heimilisfræðikennari og nemendur höfðu undirbúið. Að lokum dönsuðu allir, foreldrar og nemendur, af mikilli gleði.

Kíkið endilega á myndir frá þessu skemmtilega kvöldi á myndasíðu 6. bekkja

Til baka
English
Hafðu samband