Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kynningar grunnskóla í Garðabæ

04.03.2010
Kynningar grunnskóla í Garðabæ

Vikuna 8. - 12. mars er foreldrum barna (fædd 2004) sem eru að hefja skólagöngu boðið á kynningar í grunnskólum Garðabæjar. Hver skóli verður með stutta kynningu á húsnæði skólans og síðan verður foreldrum boðið að ganga um skólann undir leiðsögn starfsmanna og nemenda. Börnin eru hjartanlega velkomin með á kynningarnar.

HOFSSTAÐASKÓLI:
Það verður opið hús í Hofsstaðaskóla miðvikudag 10. mars 2010.
Stuttar kynningar verða í hátíðarsal kl 8:15 og kl. 16.45 þennan dag miðvikudag 10. mars. Að lokinni kynningu verður gestum boðið að skoða skólann í fylgd starfsmanna og nemenda.
Skrifstofa Hofsstaðaskóla  sími 565-7033
Veffang Hofsstaðaskóla er
www.hofsstadaskoli.is

FLATASKÓLI:
Það verður opið hús í Flataskóla þriðjudag 9. mars 2010.
Stuttar kynningar verða í hátíðarsal sal kl 8:10 og kl. 16.30 þennan dag þriðjudag 9. mars. Að lokinni kynningu verður gestum boðið að skoða skólann í fylgd starfsmanna og nemenda.
Skrifstofa Flataskóla sími 565-8560
Veffang Flataskóla er http://www.flataskoli.is


SJÁLANDSSKÓLI:
Það verður opið hús í Sjálandsskóla  fimmtudag 11. mars 2010.
Kynningarfundur verður kl.17:00 -18:00 þennan dag fimmtudag 11. mars. Að lokinni kynningu verður gestum boðið að skoða skólann í fylgd starfsmanna og nemenda.
Fyrir þá sem ekki geta mætt á ofangreindan kynningarfund er boðið upp á stutta móttöku og skoðunarferð kl 8:15 um morguninn.
Sími skrifstofu Sjálandsskóla er 590-3100.
Veffang Sjálandsskóla er http://www.sjalandsskoli.is/

BARNASKÓLI HJALLASTEFNUNNAR:
Það verður opið hús í Barnaskóla Hjallastefnunnar föstudag 12. mars 2010.
Kynningarfundir verða kl. 9-10,  kl. 12:30-13:30 og kl. 16-17.  Að lokinni kynningu verður gestum boðið að skoða skólann í fylgd starfsmanna og nemenda.
Sími skrifstofu Barnaskóla Hjallastefnunnar er 555-7710.
Veffang Barnaskóla Hjallastefnunnar er http://www.hjalli.is/barnaskolinn/

ALÞJÓÐASKÓLINN (International School of Iceland):
Það verður opið hús í Alþjóðaskólanum (International School of Iceand) fimmtudag 11. mars  2010.
Foreldrum og forráðamönnum er velkomið að heimsækja skólann allan daginn.
Sími skrifstofu Alþjóðaskólans (International School of Iceland) er 590-3106.
Veffang Alþjóðaskólans (International School of Iceland) er http://www.internationalschool.is/

Til baka
English
Hafðu samband