Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stóra upplestrarkeppnin skólahátíð

11.03.2010
Stóra upplestrarkeppnin skólahátíðÞriðjudaginn 9. mars var haldin Skólahátíð Hofsstaðaskóla þar sem valdur voru þrír fulltrúar skólans og einn til vara til að lesa á Héraðshátíð Stóru upplestrarkeppninnar. Hátíðin tókst í alla staði vel og var mjög hátíðleg. Nemendum í 6. bekk var boðið að horfa á keppnina ásamt 7. bekkingum. Nokkrir nemendur í 6. bekk sáu um skemmtiatriði í hléi.
Átta nemendur úr 7. bekkjum lásu stuttan texta og ljóð og stóðu sig mjög vel enda var dómnefnd vandi á höndum. Eftirfarandi nemendur voru valdir fulltrúar skólans að þessu sinni; Annalísa Hermannsdóttir, Bryndís Rós Björgvinsdóttir, Helga Þöll Guðjónsdóttir og Sara Ósk Þorsteinsdóttir til vara, allar nemendur í 7. LK.  Allir þátttakendur  fengu bókagjöf frá skólanum í viðurkenningaskyni.
Héraðshátíð  verður haldin þriðjudaginn 23. mars n.k. kl. 17-19 í Safnaðarheimili Seltjarnaness þar sem fulltrúar Hofsstaðaskóla keppa auk  fulltrúar úr Flataskóla og Sjálandsskóla í Garðabæ svo og nemendur úr Grunnskólanum á Seltjarnarnesi.
Til baka
English
Hafðu samband